Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 361  —  318. mál.

Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum á sviði matvæla (einföldun regluverks, Matvælasjóður og EES-reglur).

Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.



I. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.
1. gr.

     a.      Í stað orðanna „efna og hluta sem ætlað er að koma í snertingu við matvæli“ í 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: matvælasnertiefna.
     b.      Í stað orðanna „efna og hluta sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli“ í j-lið 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. og 2. málsl. 4. mgr. 14. gr. og 2. málsl. 5. mgr. 14. gr. laganna kemur: matvælasnertiefna.
     c.      Í stað orðanna „efni og hluti sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli“ í 2. mgr. 14. gr. og 3. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: matvælasnertiefni.
     d.      Í stað orðanna „efnum og hlutum sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli“ í 1. málsl. 3. mgr. 14. gr., 1. málsl. 5. mgr. 14. gr., 1. mgr. 25. gr. og 4. málsl. 2. mgr. 25. gr. laganna kemur: matvælasnertiefnum.

2. gr.


    4. gr. laganna orðast svo:
    Í lögum þessum er merking eftirtalinna orða og hugtaka sem hér segir:
     1.      Aðskotaefni eru efni sem sett eru í matvæli, berast í þau eða myndast í þeim og breyta eiginleikum, samsetningu, gæðum eða hollustu þeirra. Hér er m.a. átt við vaxtaraukandi efni og lyfjaleifar.
     2.      Aukefni eru efni sem notuð eru við tilbúning matvæla til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika þeirra.
     3.      Áhættuflokkun er greining opinbers eftirlits í matvælafyrirtækjum á völdum þáttum sem hafa áhrif á áhættu fyrir neytendur en áhættuflokkur segir til um grunneftirlitsþörf matvælafyrirtækis.
     4.      Áhættugreining er ferli sem er samsett af þremur innbyrðis tengdum þáttum, þ.e. áhættumati, áhættustjórnun og áhættukynningu.
     5.      Bragðefni eru efni sem notuð eru til að hafa áhrif á bragðeiginleika matvæla og teljast ekki til aukefna.
     6.      Bætiefni eru vítamín, steinefni, þ.m.t. snefilefni, og lífsnauðsynlegar fitu- og amínósýrur.
     7.      Dreifing er hvers konar flutningur, framboð og afhending, þ.m.t. innflutningur, útflutningur og sala. Hér er einnig átt við geymslu og annað sem tengist dreifingu, sbr. ákvæði IV. kafla.
     8.      Faggilding er formleg staðfesting á því að starfsemi rannsóknastofa (prófunarstofa), vottunarstofa og eftirlitsaðila fari fram samkvæmt settum reglum. Markmiðið er að sannreyna hæfni, kunnáttu og áreiðanleika viðkomandi.
     9.      Framleiðsla er meðferð hráefnis, vinnsla, pökkun og matreiðsla. Hér er einnig átt við húsnæði, störf, hreinlæti og heilbrigði starfsfólks og annað sem tengist framleiðslu, svo og efni og hluti sem geta komist í snertingu við matvæli, sbr. ákvæði IV. kafla.
     10.      Frumframleiðsla er framleiðsla, eldi eða ræktun undirstöðuafurða ásamt uppskeru, mjöltum og eldi dýra fram að slátrun. Frumframleiðsla tekur einnig til dýra og fiskveiða og nýtingar villigróðurs.
     11.      Fæðubótarefni eru matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði og eru með hátt hlutfall af vítamínum, steinefnum eða annars konar efnum sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif.
     12.      Hráefni eru öll efni, önnur en bætiefni, aukefni, bragðefni og varnarefni, sem notuð eru við framleiðslu matvæla.
     13.      Innra eftirlit er eftirlit á vegum framleiðanda eða dreifanda í þeim tilgangi að tryggja gæði, öryggi og hollustu vörunnar.
     14.      Kjötmatsmaður er hver sá kjötmatsmaður sem hefur fengið viðurkenningu ráðuneytisins.
     15.      Markaðssetning er að hafa umráð yfir matvælum með sölu fyrir augum, þ.m.t. að bjóða þau til sölu eða afhendingar í öðru formi, gegn gjaldi eða endurgjaldslaust, og sjálf salan, dreifingin eða önnur form afhendingar.
     16.      Matvælafyrirtæki er fyrirtæki eða einstaklingur sem rekur starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi, hvort sem það starfar í ágóðaskyni eður ei, og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki.
     17.      Matvælasnertiefni eru allar umbúðir, ílát, áhöld, tækjabúnaður, borðbúnaður og öll efni sem slík matvælasnertiefni eru samsett úr og geta komist í snertingu við matvæli.
     18.      Matvæli eru hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti. Hugtakið „matvæli“ tekur einnig til drykkja, tyggigúmmís og hvers kyns efna, þ.m.t. neysluvatns, sem bætt er af ásettu ráði í matvæli við framleiðslu þeirra, vinnslu eða meðferð, svo og fæðubótarefna.
     19.      Matvælasnertiefni eru allar umbúðir, ílát, áhöld, tækjabúnaður, borðbúnaður og öll efni sem slíkir hlutir eru samsettir úr og geta komist í snertingu við matvæli.
     20.      Neysluvatn er vatn í upphaflegu ástandi eða eftir meðhöndlun, án tillits til uppruna þess og hvort sem það kemur úr dreifikerfi, tönkum, flöskum eða öðrum ílátum, og er ætlað til neyslu eða matargerðar, einnig allt vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum, nema unnt sé að sýna fram á að gæði þess vatns sem notað er hafi ekki áhrif á heilnæmi framleiðslunnar.
     21.      Neytandi er sá sem notar matvæli ekki sem lið í rekstri eða starfsemi matvælafyrirtækis.
     22.      Opinber dýralæknir er héraðsdýralæknir eða annar dýralæknir samkvæmt ákvörðun Matvælastofnunar sem annast opinbert eftirlit.
     23.      Opinbert eftirlit er eftirlit á vegum stjórnvalda í þeim tilgangi að tryggja að framfylgt sé ákvæðum laga og reglna um matvæli og stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun.
     24.      Rekjanleiki er sá möguleiki að rekja uppruna og feril matvæla, dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis og matvælasnertiefna sem nota á eða vænst er að notuð verði í gegnum öll stig framleiðslu, vinnslu og dreifingar.
     25.      Rekstraraðili er einstaklingur eða lögaðili sem er ábyrgur fyrir því að farið sé að kröfum samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um matvæli í matvælafyrirtækjum undir hans stjórn. Stjórnandi matvælafyrirtækis telst rekstraraðili þess.
     26.      Smásala er meðhöndlun og/eða vinnsla matvæla og geymsla þeirra á staðnum þar sem þau eru seld eða afhent neytanda, þ.m.t. dreifingarstöðvar, matsölufyrirtæki, mötuneyti starfsfólks, veitingahús og önnur samsvarandi matarþjónusta ásamt verslunum og dreifingarstöðvum stórmarkaða og heildsölumarkaðir.
     27.      Stjórnandi matvælafyrirtækis er einstaklingur eða lögaðili sem er ábyrgur fyrir því að farið sé að kröfum samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um matvæli í matvælafyrirtækjum undir hans stjórn.
     28.      Umbúðir eru allar umbúðir sem umlykja eða hafa að geyma matvæli eða efni sem notuð eru við framleiðslu matvæla.
     29.      Varnarefni eru efni sem notuð eru m.a. gegn illgresi, sveppum og meindýrum við framleiðslu og við geymslu matvæla.
     30.      Önnur opinber starfsemi er starfsemi önnur en opinbert eftirlit sem opinberir eftirlitsaðilar, einstaklingar eða aðilar, sem hefur verið úthlutað tilteknum öðrum opinberum verkefnum, inna af hendi, svo sem veiting leyfa eða samþykkis og útgáfa opinberra vottorða eða opinberra staðfestinga.
     31.      Örverur eru lífverur sem geta valdið skemmdum í matvælum eða verið heilsuspillandi vegna neyslu þeirra, en einnig eru tilteknar örverur notaðar við framleiðslu matvæla.

3. gr.


    Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Orðskýringar.

4. gr.


    Á eftir 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu og eru með gilt veiðileyfi skv. lögum um stjórn fiskveiða þurfa hvorki starfsleyfi né þurfa að tilkynna Matvælastofnun um starfsemi sína áður en hún hefst.

5. gr.


    Á eftir IV. kafla laganna kemur nýr kafli, IV. kafli A, Slátrun og sláturafurðir, með fimm nýjum greinum, 13. gr. b – 13. gr. f, svohljóðandi:

    a. (13. gr. b.)
    Sláturdýrum sem slátra á í því skyni að dreifa afurðum á markaði skal slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Í starfsleyfi skal tilgreind hámarksdagslátrun.
    Eigendum búfjár er heimilt að slátra búfé sínu til eigin neyslu. Ráðherra er heimilt að setja reglur um töku og sendingu sýna til rannsókna úr þessum dýrum og afurðum samkvæmt tillögum Matvælastofnunar.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ráðherra heimilt að kveða nánar á um dreifingu sláturafurða á markað í reglugerð.

    b. (13. gr. c.)
    Heilbrigðisskoðun skal fara fram á öllum sláturdýrum áður en slátrað er í sláturhúsum.

    c. (13. gr. d.)
    Sláturdýr mega ekki vera haldin sjúkdómi né bera leifar lyfja eða annarra aðskotaefna sem geta verið hættuleg heilsu neytenda.
    Ráðherra er heimilt að setja reglur um í hvaða tilvikum og hvernig skuli staðið að slátrun á slösuðum dýrum utan sláturhúsa að fengnum tillögum frá Matvælastofnun. Óheimilt er að koma með sýnilega sjúk dýr í sláturhús til förgunar. Auk þess er óheimilt að flytja sjálfdauðar skepnur og afurðir af þeim í sláturhús, kjötgeymslur og kjötvinnslustöðvar.
    Sláturdýr sem komin eru í sláturhúsrétt má ekki flytja þaðan til lífs heldur skal þeim slátrað, nema til komi leyfi Matvælastofnunar.
    Í reglugerð skal nánar kveðið á um:
     a.      rannsóknir og eftirlit með sláturdýrum til að tryggja heilnæmi og heilbrigði afurðanna,
     b.      söfnun gagna og nauðsynlega sýnatöku úr sláturdýrum á lögbýlum til að kanna útbreiðslu sjúkdóma, smitefna og aðskotaefna, þ.m.t. vaxtaraukandi efna,
     c.      hvernig hátta skal sýnatöku úr sláturafurðum varðandi örverumengun, lyfjaleifar, vaxtaraukandi efni og önnur aðskotaefni,
     d.      geymslu, meðferð og ráðstöfun á sýktum sláturafurðum og sláturúrgangi.

    d. (13. gr. e.)
    Opinber dýralæknir annast heilbrigðisskoðun og sér um að fram fari merking á sláturafurðum. Heimilt er að fela öðrum heilbrigðisskoðun sem hafa til þess næga þekkingu og þjálfun enda starfi þeir undir eftirliti og á ábyrgð opinbers dýralæknis.

    e. (13. gr. f.)
    Kjötmatsmenn skulu meta allar sláturafurðir sem dreift er á markað. Þær skulu flokkaðar og merktar eftir tegundum og gæðum samkvæmt reglugerð. Kjötmatsmenn gæta þess, í samvinnu við opinbera dýralækna, að reglum um slátrun og sláturhús sé fylgt, einkum að því er varðar hreinlega og góða meðferð sláturafurða. Sláturleyfishafar greiða allan kostnað af starfi kjötmatsmanna.
    Heimilt er að óska eftir yfirmati á sláturafurðum og skal rökstudd beiðni þar um send Matvælastofnun.
    Um störf og skyldur kjötmatsmanna skal ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur að höfðu samráði við hagsmunaaðila.
    Matvælastofnun samræmir mat og flokkun á sláturafurðum. Matvælastofnun getur einnig, eftir því sem þörf er á, gert athugun á sláturafurðum sem ætlaðar eru til dreifingar innan lands eða á erlendan markað.
    Til að standa straum af kostnaði við yfirmat samkvæmt lögum þessum skal innheimta sérstakt gjald. Gjald þetta, sem sláturleyfishafar greiða, skal vera 0,55 kr. á hvert kíló kjöts sem innvegið er í sláturhúsi. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.
    Ráðherra setur reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu á sláturafurðum að fengnum tillögum Matvælastofnunar.

6. gr.


     a.      Í stað orðsins „matvælaeftirlit“ í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr., 1. málsl. 6. mgr., 2. málsl. 9. mgr. og 10. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 31. gr. a laganna kemur: opinbert eftirlit.
     b.      Í stað orðsins „matvælaeftirliti“ í 1. málsl. 8. mgr. 22. gr. laganna kemur: opinberu eftirliti.
     c.      Í stað orðsins „matvælaeftirlits“ í 4. málsl. 1. mgr. 2. gr., 4. málsl. 2. mgr. 9. gr., 3. málsl. 1. mgr., 2. málsl. 8. mgr., 4. málsl. 9. mgr. 22. gr., 2. málsl. 3. mgr. 25. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 28. gr. a laganna kemur: opinbers eftirlits.
     d.      Í stað orðanna „opinberu matvælaeftirliti“ í 5. mgr. 23. gr. laganna kemur: opinberu eftirliti.

7. gr.


    Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Í matvæli til dreifingar hér á landi og í EES-ríkjum má einungis nota þau aukefni sem lög og stjórnvaldsreglur leyfa og í því magni sem þar er heimilað. Í matvæli sem ætluð eru til útflutnings til ríkis utan Evrópska efnahagssvæðisins má einungis nota þau aukefni og í því magni sem leyft er í viðkomandi ríki.

8. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „úrskurða“ í 2. mgr. kemur: um verkaskiptingu ofangreindra stjórnvalda um opinbert eftirlit og leyfisveitingar skv. 27. gr.
     b.      3.–4. málsl. 6. mgr. falla brott.
     c.      7. mgr. orðast svo:
                  Tíðni opinbers eftirlits skal vera regluleg og í réttu hlutfalli við áhættu, að teknu tilliti til niðurstaðna úr eftirliti og samkvæmt eftirlitsáætlunum. Eftirlitsaðilar skulu áhættuflokka matvælafyrirtæki og flokka þau eftir frammistöðu samkvæmt niðurstöðum úr eftirliti. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um slíka flokkun. Heimilt er að draga úr tíðni eftirlits hjá matvælafyrirtæki sem hefur vottun frá faggiltum aðila um að innra eftirlit fyrirtækisins uppfylli kröfur laga og reglna.

9. gr.


    1. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
    Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að fela aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu og einstaklingum að annast tiltekin verkefni við framkvæmd opinbers eftirlits samkvæmt lögum þessum og skal gerður um það sérstakur samningur í hverju tilviki. Auk þess er opinberum eftirlitsaðilum heimilt að tilnefna rannsóknarstofur með faggildingu til að framkvæma greiningar og prófanir. Aðilar sem falin hafa verið slík verkefni skulu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd eftirlitsins og leynt á að fara. Ráðherra setur reglugerð sem kveður á um úthlutun aðila og tilnefningu rannsóknarstofa.

10. gr.


    Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein, 23. gr. a, svohljóðandi:
    Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að úthluta tilteknum opinberum verkefnum til einstaklinga eða til aðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Ráðherra skal kveða nánar á um skilyrði samkvæmt ákvæði þessu í reglugerð.

11. gr.


    24. gr. laganna orðast svo:
    Opinbert eftirlit skal fara fram án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram nema rök séu fyrir hendi um mikilvægi slíkrar tilkynningar áður en eftirlitið er framkvæmt. Fari eftirlitið fram að beiðni matvælafyrirtækis hefur opinber eftirlitsaðili heimild til þess að taka ákvörðun um hvort eftirlitið verði framkvæmt að undangenginni tilkynningu eða ekki.
    Matvælafyrirtækjum er skylt að láta opinberum eftirlitsaðilum og þeim sem sinna annarri opinberri starfsemi endurgjaldslaust í té nauðsynleg sýni til rannsókna og veita þeim allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast við framkvæmd eftirlitsins. Jafnframt er skylt að veita óhindraðan aðgang til opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi. Að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi skal stjórnandi matvælafyrirtækis veita opinberum eftirlitsaðila eða aðila sem sinnir annarri opinberri starfsemi aðgang að:
     a.      búnaði, tækjum sem nýtt eru til flutninga, athafnasvæðum sem og öðrum stöðum undir stjórn matvælafyrirtækis og umhverfi þeirra,
     b.      tölvuvæddum upplýsingastjórnunarkerfum matvælafyrirtækis,
     c.      dýrum og vörum undir stjórn matvælafyrirtækis,
     d.      skjölum og öðrum upplýsingum sem máli skipta,
     e.      upplýsingum um heiti matvælafyrirtækis og félagsform og
     f.      upplýsingum um starfsemi matvælafyrirtækis, þ.m.t. starfsemi sem fer fram með fjarsamskiptamiðlum, og staði sem eru undir stjórn matvælafyrirtækis.
    Eftirlitsaðilar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem varða framleiðslu- og verslunarleynd sem þeir kunna að komast að við leyfisveitingar, sbr. VIII. kafla, og framkvæmd eftirlits.
    Heilbrigðisnefnd, aðilar sem hafa faggildingu og fara með tiltekin eftirlitsverkefni og matvælafyrirtæki skulu tilkynna Matvælastofnun ef gögn sem þessir aðilar hafa undir höndum eða aðrar ástæður benda til hættu á heilsutjóni vegna neyslu matvæla. Sama tilkynningarskylda á við um þá sem starfa við rannsóknir og greiningu ef þeir greina í sýnum úr matvælum eða umhverfi matvælafyrirtækja örverur sem geta valdið sjúkdómum í mönnum sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt ákvæðum sóttvarnalaga eða reglna settra með stoð í þeim lögum.

12. gr.


    Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Opinbert eftirlit.

13. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Fyrir eftirlit samkvæmt lögum þessum skulu matvælafyrirtæki eða þeir sem framleiða, flytja inn eða dreifa matvælasnertiefnum greiða eftirlitsgjald sem ekki er hærra en raunkostnaður við eftirlitið til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum við það:
                  a.      launum starfsfólks og launatengdum kostnaði, þ.m.t. aðstoðar- og skrifstofufólks sem tekur þátt í framkvæmd opinbers eftirlits,
                  b.      kostnaði við aðstöðu og búnað, þ.m.t. viðhalds- og tryggingakostnaði og öðrum tengdum kostnaði,
                  c.      kostnaði við rekstrarvörur og áhöld,
                  d.      kostnaði við þjónustu sem aðilar, sem hafa fengið úthlutað tilteknum opinberum eftirlitsverkefnum, gjaldfæra á opinbera eftirlitsaðila vegna opinbers eftirlits,
                  e.      kostnaði við þjálfun starfsfólks, sem um getur í a-lið, að undanskilinni þjálfun sem er nauðsynleg til að hljóta réttindi og hæfni sem þarf til að vera ráðinn til starfa hjá opinberum eftirlitsaðilum,
                  f.      kostnaði við ferðalög starfsfólks, sem um getur í a-lið, sem og tengdum framfærslukostnaði,
                  g.      kostnaði sem opinberar rannsóknarstofur innheimta vegna sýnatöku, greininga, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknarstofum.
             Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits.
     b.      Á eftir 8. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
             Miða skal við að gjaldskrá fyrir heilbrigðisskoðun í sláturhúsi verði gefin út einu sinni á ári og taki mið af rekstraruppgjöri eftirlits fyrir heilt rekstrarár.

14. gr.


    2. mgr. 27. gr. b laganna orðast svo:
    Tilkynna skal Matvælastofnun fyrir fram um slíkan innflutning með þeim hætti sem áskilið er í reglugerðum sem settar eru með stoð í lögum þessum.

15. gr.


    Á eftir X. kafla laganna kemur nýr kafli, X. kafli A, Önnur ákvæði, með þremur nýjum greinum, 27. gr. e – 27. gr. g, svohljóðandi:

    a. (27. gr. e.)
    Til að tryggja að opinberir eftirlitsaðilar fari að tilskildum ákvæðum laga þessara og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim skulu þeir framkvæma innri úttektir eða láta framkvæma úttektir á sjálfum sér og skulu gera viðeigandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðna úr úttektunum.
    Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að gera úttektir á opinberu eftirliti og annarri opinberri starfsemi á Íslandi.

    b. (27. gr. f.)
    Matvælastofnun er heimilt að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins.

    c. (27. gr. g.)
    Matvælasjóður er opinber sjóður sem hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi.
    Matvælasjóður lýtur stjórn fjögurra manna sem ráðherra skipar til þriggja ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og tvo án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Enginn getur setið lengur í stjórn en tvö samfelld tímabil. Stjórninni er heimilt að skipa fagráð sér til ráðgjafar. Stjórnin mótar stefnu fyrir sjóðinn og ber undir ráðherra til samþykktar sem setur nánari reglur um úthlutun.
    Stjórn Matvælasjóðs úthlutar styrkjum úr sjóðnum að fenginni staðfestingu ráðherra. Ráðstöfunarfé sjóðsins er fjárveiting hverju sinni af fjárlögum og aðrar tekjur, eftir því sem þeim er til að dreifa.
    Stjórn sjóðsins hefur yfirumsjón með rekstri hans og getur falið þriðja aðila að annast hann. Stjórnin skilar ársreikningi og reglulegu yfirliti um störf sín til ráðherra. Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans. Ráðuneytið ákveður þóknun stjórnar sjóðsins á grundvelli greinargerðar um starf stjórnarinnar.
    Matvælasjóður er undanþeginn skattskyldu skv. 4. gr., sbr. og 5. mgr. 71. gr., laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.

16. gr.


    Á eftir 1. mgr. 30. gr. b laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Opinberum eftirlitsaðila er einnig heimilt að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu.

17. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a.      3. mgr. 31. gr. orðast svo:
                  Við ákvörðun refsinga við brotum gegn lögum þessum sem framin eru með sviksamlegum eða villandi viðskiptaháttum er heimilt að ákvarða sekt út frá:
                  a.      efnahagslegum ávinningi matvælafyrirtækis eða
                  b.      sem hlutfall af veltu matvælafyrirtækis.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Mál út af brotum samkvæmt þessari grein skulu sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

18. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. a laganna:
     a.      1. málsl. 3. mgr. 31. gr. a orðast svo: Ráðherra er heimilt að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 852/2004 frá 29. apríl 2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 frá 29. apríl 2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 frá 27. september 2019.
     b.      Í stað orðanna „tilskipunum ráðsins 89/662/EBE og“ í 4. mgr. kemur: tilskipun ráðsins.

19. gr.


    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru,
nr. 22/1994, með síðari breytingum.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. a laganna:
     a.      10. tölul. orðast svo: Rekstraraðili er einstaklingur eða lögaðili sem er ábyrgur fyrir því að farið sé að kröfum samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um fóður, áburð eða sáðvöru í fyrirtækjum undir hans stjórn. Stjórnandi fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækis telst rekstraraðili þess.
     b.      Eftirfarandi hugtök bætast við greinina í viðeigandi stafrófsröð:
              1.      Opinber eftirlitsaðili er Matvælastofnun.
              2.      Opinbert eftirlit er eftirlit á vegum stjórnvalda í þeim tilgangi að tryggja að ákvæðum laga og reglna um fóður, áburð og sáðvöru sé framfylgt og stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun.
              3.      Önnur opinber starfsemi er starfsemi önnur en opinbert eftirlit sem opinberir eftirlitsaðilar, einstaklingar eða aðilar sem hefur verið úthlutað tilteknum öðrum opinberum verkefnum inna af hendi, svo sem veiting leyfa eða samþykkis og útgáfa opinberra vottorða eða opinberra staðfestinga.

21. gr.


    Í stað orðanna „eftirlitið“ í 3. mgr. 3. gr. laganna og „eftirliti“ í 4. mgr. sömu greinar kemur: opinbert eftirlit; og: opinberu eftirliti.

22. gr.


    Fyrirsögn I. kafla laganna verður: Tilgangur, gildissvið, yfirstjórn o.fl.

23. gr.


    Í stað orðsins „fóðureftirlits“ í lokamálslið 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: opinbers eftirlits með fóðri.

24. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. a laganna:
     a.      Á undan orðinu „eftirlits“ í 2. mgr. og lokamálslið 3. mgr. kemur: opinbers.
     b.      Í stað orðanna „almenns eftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: opinbers eftirlits.

25. gr.


    Á eftir 6. gr. a laganna kemur ný grein, 6. gr. b, svohljóðandi:
    Opinbert eftirlit skal fara fram án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram nema rök séu fyrir hendi um mikilvægi slíkrar tilkynningar áður en eftirlitið er framkvæmt. Fari opinbert eftirlit fram að beiðni fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækis hefur opinber eftirlitsaðili heimild til þess að taka ákvörðun um hvort eftirlitið verði framkvæmt að undangenginni tilkynningu eða ekki.
    Til að tryggja að opinberir eftirlitsaðilar fari að ákvæðum laga þessara og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim skulu þeir framkvæma innri úttektir eða láta framkvæma úttektir á sjálfum sér og skulu gera viðeigandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðna úr úttektunum.
    Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að framkvæma úttektir með opinberu eftirliti og annarri opinberri starfsemi á Íslandi.
    Matvælastofnun er heimilt að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins

26. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „eftirlit Matvælastofnunar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: opinbert eftirlit.
     b.      5. mgr. 7. gr. orðast svo:
                  Ráðherra er heimilt að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 frá 27. september 2019.

27. gr.


    Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Skráningarskylda og starfsleyfi, opinbert eftirlit, reglugerðarheimild o.fl.

28. gr.


    Í stað orðsins „Fóðureftirlit“ í 1. málsl. 7. gr. c laganna kemur: Opinbert eftirlit með fóðri.

29. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. j laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Opinberum eftirlitsaðila er heimilt að úthluta aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu og einstaklingum að annast tiltekin verkefni við framkvæmd opinbers eftirlits samkvæmt lögum þessum og skal gerður um það sérstakur samningur í hverju tilviki. Auk þess er opinberum eftirlitsaðilum heimilt að tilnefna rannsóknastofur með faggildingu til að framkvæma greiningar og prófanir. Þeir skulu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd eftirlitsins og leynt á að fara. Ráðherra setur reglugerð sem kveður á um úthlutun aðila og tilnefningu rannsóknastofa.
     b.      Í stað orðanna „opinberu fóðureftirliti“ í 5. mgr. kemur: opinberu eftirliti með fóðri.

30. gr.


    Á eftir 7. gr. j laganna kemur ný grein, 7. gr. k, svohljóðandi, og breytist greinatala samkvæmt því:
    Opinberum eftirlitsaðila er heimilt að úthluta tilteknum opinberum verkefnum til einstaklinga eða til aðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Ráðherra skal kveða nánar um skilyrði samkvæmt ákvæði þessu í reglugerð.

31. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. o laganna:
     a.      Í stað orðsins „Áburðareftirlit“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Opinbert eftirlit með áburði.
     b.      Í stað orðsins „eftirlits“ í 2. mgr. kemur: opinbers eftirlits með áburði.

32. gr.


    Í stað 1. mgr. 8. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Fyrir eftirlit samkvæmt lögum þessum skulu fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtæki greiða eftirlitsgjald sem ekki er hærra en raunkostnaður við eftirlitið til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum við það:
     a.      launum starfsfólks og launatengdum kostnaði, þ.m.t. aðstoðar- og skrifstofufólks sem tekur þátt í framkvæmd opinbers eftirlits,
     b.      kostnaði við aðstöðu og búnað, þ.m.t. viðhalds- og tryggingakostnaði og öðrum tengdum kostnaði,
     c.      kostnaði við rekstrarvörur og áhöld,
     d.      kostnaði við þjónustu sem aðilar sem hafa fengið úthlutað tilteknum opinberum eftirlitsverkefnum gjaldfæra á opinbera eftirlitsaðila vegna opinbers eftirlits,
     e.      kostnaði við þjálfun starfsfólks, sem um getur í a-lið, að undanskilinni þjálfun sem er nauðsynleg til að hljóta réttindi og hæfni sem þarf til að vera ráðinn til starfa hjá opinberum eftirlitsaðilum,
     f.      kostnaði við ferðalög starfsfólks, sem um getur í a-lið, sem og tengdum framfærslukostnaði,
     g.      kostnaði sem opinberar rannsóknarstofur innheimta vegna sýnatöku, greininga, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknarstofum.
    Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits.
    Heilbrigðisnefnd, aðilar sem hafa faggildingu og fara með tiltekin eftirlitsverkefni og matvælafyrirtæki skulu tilkynna Matvælastofnun ef gögn sem þessir aðilar hafa undir höndum eða aðrar ástæður benda til hættu á heilsutjóni vegna neyslu matvæla. Sama tilkynningarskylda á við um þá sem starfa við rannsóknir og greiningu ef þeir greina í sýnum úr fóðri eða umhverfissýnum sem tekin eru í eða við fóður- eða matvælafyrirtæki örverur sem geta valdið sjúkdómum í mönnum sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt ákvæðum sóttvarnalaga eða reglna settra með stoð í þeim lögum.

33. gr.


    Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Gjaldtaka.

34. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. b laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Opinberum eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem lög þessi, reglugerðir og samþykktir ná yfir og er heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Skylt er að veita óhindraðan aðgang til eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi á þeim stöðum þar sem framleiðsla, dreifing, geymsla og sala á fóðri sem ætlað er búfé sem haldið er til matvælaframleiðslu og sölufóðri annarra dýra, svo og framleiðsla eða dreifing á allri sáðvöru, tilbúnum áburði og öðrum jarðvegsbætandi efnum á sér stað, að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi. Að því marki sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi skal stjórnandi fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis veita opinberum eftirlitsaðila eða aðila sem sinni annarri opinberri starfsemi aðgang að:
                  a.      búnaði, tækjum sem nýtt eru til flutninga, athafnasvæðum sem og öðrum stöðum undir stjórn fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis og umhverfi þeirra,
                  b.      tölvuvæddum upplýsingastjórnunarkerfum fóður-, áburðar-, og sáðvörufyrirtækis,
                  c.      vörum undir stjórn fóður-, áburðar og sáðvörufyrirtækis,
                  d.      skjölum og öðrum upplýsingum sem máli skipta,
                  e.      upplýsingum um heiti fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis og félagsform og
                  f.      upplýsingum um starfsemi fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis, þ.m.t. starfsemi sem fer fram með fjarsamskiptamiðlum, og staði sem eru undir stjórn fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækis.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Einnig er opinberum eftirlitsaðila heimilt að taka sýni þar sem starfsemi fer fram og lög þessi, reglugerðir settar samkvæmt þeim og samþykktir ná til. Opinberum eftirlitsaðila er einnig heimilt að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu.
     c.      Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 3. mgr. kemur: opinber eftirlitsaðili.

35. gr.


    Við 9. gr. g laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Við ákvörðun refsinga við brotum matvælafyrirtækis gegn lögum þessum sem framin eru með sviksamlegum eða villandi viðskiptaháttum er heimilt að ákvarða sekt út frá:
     a.      efnahagslegum ávinningi matvælafyrirtækis eða
     b.      sem hlutfall af veltu matvælafyrirtækis.
    Mál vegna brota samkvæmt þessari grein skulu sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

III. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með síðari breytingum.
36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Orðin „þar sem m.a. skal kveðið á um framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vegna atvinnuuppbyggingar í sveitum og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      2. málsl. 4. mgr. fellur brott.

37. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
     a.      Orðin „Framleiðnisjóður landbúnaðarins ráðstafar“ í 2. mgr. falla brott.
     b.      Á eftir orðunum „skv. 1. mgr.“ í 2. mgr. kemur: skal ráðstafa.

IV. KAFLI
Brottfall og gildistaka.
38. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 14. desember 2019.
    Frá sama tíma falla úr gildi lög um sjávarafurðir, nr. 55/1998, og lög um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997. Reglugerðir settar samkvæmt ákvæðum laganna halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þær brjóta ekki í bága við ákvæði laga þessara.
    Lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, falla úr gildi 31. desember 2020. Skal starfsemi sjóðsins lokið á þeim tíma en Matvælasjóður tekur við öllum eignum hans og skuldbindingum.
    Skipa skal stjórn fyrir Matvælasjóð við gildistöku laga þessara sem þegar skal hefja vinnu við stefnumótun fyrir sjóðinn og undirbúning að starfsemi hans.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum í því skyni að einfalda regluverk sem gildir um matvælakeðjuna, í þágu atvinnulífs og almennings. Með matvælakeðjunni er átt við ferli matvæla, þ.m.t. fóðurs, frá frumframleiðanda til neytenda. Auk þess er breytingunum ætlað að stuðla að samræmdara og skilvirkara eftirlitskerfi fyrir matvælakeðjuna í heild sinni sem leiðir af sér enn frekara matvælaöryggi og bætta neytendavernd.
    Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum með það að markmiði að einfalda regluverk og auka samræmi í regluverki sem gildir um matvælakeðjuna. Í frumvarpinu er því lagt til að felld verði brott lög um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997, sem og lög um sjávarafurðir, nr. 55/1998. Lög um matvæli, nr. 93/1995 og reglugerðir sem settar eru með heimild í þeim lögum gilda eftirleiðis bæði um slátrun og sláturafurðir og sjávarafurðir. Þá má finna efnislega samhljóða ákvæði í framangreindum tveimur lagabálkum og í lögum um matvæli, nr. 93/1995. Því er ekki talin þörf á að hafa sérlög um framangreinda matvælaframleiðslu heldur gildi lög um matvæli, nr. 93/1995. Í því skyni að einfalda regluverk sem gildir um matvælakeðjuna er lagt til að lögin verði felld brott en tryggt að sérákvæði sem við eiga um sjávarafurðir sem og slátrun og sláturafurðir verði, með lítilsháttar breytingum til einföldunar, felld inn í lög um matvæli, nr. 93/1995, með frumvarpi þessu.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum og á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, með síðari breytingum, vegna innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE. Um er að ræða reglugerðir og tilskipanir sem hafa verið teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn) og innleiddar í íslenskan rétt með lögum. Framangreind reglugerð er sett í því skyni að ein reglugerð hafi að geyma allar reglur um eftirlitskerfi fyrir alla matvælakeðjuna í stað þess að reglurnar sé að finna í fjölmörgum reglugerðum eins og áður hefur verið. Slíkt stuðlar að samræmdara, skilvirkara, einfaldara og aðgengilegra eftirlitskerfi fyrir matvælakeðjuna í heild sinni. Með vísan til framangreinds er nauðsynlegt að breyta íslenskum lögum til samræmis við ákvæði framangreindrar reglugerðar. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 gildir fyrir Ísland að undanskildum ákvæðum um lifandi dýr, önnur en fisk- og lagareldisdýr og dýraafurðir, svo sem að undanskildum ákvæðum um egg, fósturvísa og sæði.
    Vakin er athygli á því að hluti þeirra ákvæða sem má finna í frumvarpinu eru ekki ný lagaákvæði í íslenskri löggjöf heldur eru óbreytt eða lítillega breytt og eru annaðhvort flutt á milli lagabálka eða færð til í sama lagabálki. Í því sambandi má nefna ákvæði sem falla undir 5. gr. , b-lið 13. gr. og 14. gr. frumvarpsins. Þá er vakin athygli á að hluti ákvæða frumvarpsins eru til komin vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) 2017/625, svo sem 1. mgr. 9. gr., 10.–11. gr., a-liður 13. gr., b-liður 1. mgr. 15. gr., 16.–18. gr., 1. og 4. mgr. 25. gr., b-liður 26. gr., 30. gr., 32. gr., a- og b-liður 1. mgr. 34. gr. og 35. gr. Með framangreindum ákvæðum sem eru til innleiðingar á reglugerð (ESB) 2017/625 er ekki gengið lengra en lágmarksákvæði gerðarinnar kveða á um.
    Þá er í frumvarpinu að finna ákvæði um að settur verði á fót nýr sjóður til að styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi (Matvælasjóður). Auk þess er lagt til að lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, falli úr gildi og skal sjóðurinn lagður niður frá sama tíma.
    Frumvarpið var samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að höfðu samráði við Matvælastofnun, heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Nánar er fjallað um samráð í 5. kafla.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Tilefni frumvarpsins er m.a. innleiðing á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu og niðurfellingu á fjölmörgum reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins sem og tilskipunum og ákvörðunum ráðsins (hér eftir: reglugerð (ESB) 2017/625). Í aðfararorðum reglugerðarinnar kemur fram að í því skyni að hagræða og einfalda reglur sem lúta að opinberu eftirliti matvælakeðjunnar sé komið á fót samþættum lagaramma Evrópusambandsins um skipulag opinbers eftirlits og annarrar opinberrar starfsemi innan matvælakeðjunnar. Með frumvarpinu er íslenskri löggjöf breytt með tilliti til ákvæða reglugerðarinnar.
    Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis kemur fram að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. Með vísan til þess er með frumvarpi þessu lagt til að felld verði brott lög um sjávarafurðir og lög um slátrun og sláturafurðir. Tryggt er að sérákvæði sem eiga við um sjávarafurðir sem og slátrun og sláturafurðir verði, með lítilsháttar breytingum til einföldunar, felld inn í lög um matvæli, nr. 93/1995, með frumvarpi þessu. Með því verður regluverk sem gildir um matvælakeðjuna einfaldað sem leiðir til þess að kerfið verður samræmdara, skilvirkara, einfaldara og aðgengilegra fyrir bæði atvinnulíf og almenning. Auk þess er slíkt til þess fallið að stuðla að enn frekara matvælaöryggi og bættri neytendavernd. Þá er með frumvarpi þessu lögð til einföldun fyrir matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem falla undir frumframleiðslu þannig að veiðileyfi verður ígildi skráningar hjá Matvælastofnun. Í því felst að íþyngjandi krafa um útgáfu starfsleyfis framangreindra matvælafyrirtækja fellur niður.
    Með þingsályktun nr. 40/149 um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna var ríkisstjórninni falið að hrinda í framkvæmd ýmsum aðgerðum sem miði að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisaðstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Á meðal aðgerða er að settur verði á fót sjóður með áherslu á eflingu nýsköpunar í innlendri matvælaframleiðslu sem yrði til með sameiningu AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Með vísan til framangreinds er með frumvarpinu lagt til að settur verði á fót nýr sjóður með það hlutverk að styrkja aukna verðmætasköpun, framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn ber heitið Matvælasjóður. Með frumvarpinu er lagt til að lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, verði felld niður samtímis.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Meginefni frumvarpsins er eftirfarandi:
          Lagt er til að ákvæðum íslenskra laga verði breytt til samræmis við reglugerð (ESB) 2017/625.
          Lagt er til að ákvæði úr lögum um sjávarafurðir, þess efnis að í matvæli sem ætluð eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins megi nota þau aukefni sem leyft er í viðkomandi ríkjum, nái til allra matvæla. Ákvæðið er sett í því skyni að tryggja samkeppnishæfni útflytjenda sem sinna hlutaðeigandi mörkuðum.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 verði sett inn ákvæði í lög um matvæli og lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru þess efnis að opinbert eftirlit skuli almennt fara fram án þess að tilkynnt sé um eftirlitið fyrir fram. Í undantekningartilvikum sé slík tilkynning þó heimil þegar rök séu fyrir hendi. Ákvæðið er sett í því skyni að viðhalda virkni opinbers eftirlit og gera það markvissara þar sem opinbert eftirlit er talið frekar til þess fallið að ná markmiðum sínum ef ekki er tilkynnt um það fyrir fram.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 verði sett inn ákvæði í lög um matvæli og lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru sem heimili opinberum eftirlitsaðilum að úthluta tilteknum opinberum verkefnum, til einstaklinga eða til aðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Kveðið er á um í ákvæðinu að ráðherra skuli nánar kveða á um skilyrði samkvæmt ákvæðinu í reglugerð.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 er hnykkt á þeirri skyldu matvælafyrirtækja að veita opinberum eftirlitsaðilum óhindraðan aðgang til eftirlits samkvæmt lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 er í lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nánar kveðið á um þá kostnaðarþætti sem kunna að felast í raunkostnaði eftirlits. Auk þess verði ráðherra veitt heimild til þess að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits með reglugerð.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 er sett ákvæði í lög um matvæli og lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru sem heimilar opinberum eftirlitsaðila að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu. Slík heimild er sett í því skyni að framkvæma opinbert eftirlit með viðskiptum sem fara fram í gegnum Internetið eða með annars konar fjarsölu og gerir opinberum eftirlitsaðilum kleift að fá sýni með pöntunum undir nafnleynd.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 er kveðið á um í lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru að tryggja þurfi að fjárhagsleg viðurlög við brotum gegn lögunum sem framin eru með sviksamlegum eða villandi viðskiptaháttum endurspegli annað hvort efnahagslegan ávinning matvælafyrirtækis eða fóður-, áburðar-, eða sáðvörufyrirtækis eða hlutfall af veltu þeirra.
          Í samræmi við ákvæði í reglugerð (ESB) 2017/625 er í lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru veitt heimild til Matvælastofnunar til að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins (IMSOC).
          Lög um slátrun og sláturafurðir og lög um sjávarafurðir verða felld brott í heild sinni í því skyni að einfalda regluverk og auka samræmi í regluverki sem gildir um matvælakeðjuna. Ekki er talin þörf á að hafa sérlög um framangreinda matvælaframleiðslu heldur gildi lög um matvæli, nr. 93/1995. Lagt er til að lögin verði felld brott en tryggt að sérákvæði sem við eiga um sjávarafurðir sem og slátrun og sláturafurðir verði, með lítilsháttar breytingum til einföldunar, felld inn í lög um matvæli, nr. 93/1995, með frumvarpi þessu.
          Í samræmi við áherslur ríkisstjórnar um einföldun regluverks er lagt til í lögum um matvæli verði einnig kveðið á um að matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu, og eru með gilt veiðileyfi samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, þurfi ekki starfsleyfi og þurfi ekki að tilkynna sig sérstaklega til Matvælastofnunar. Um er að ræða fiskiskip sem ekki eru vinnsluskip eða frystiskip heldur stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu samkvæmt skilgreiningu laganna. Breytingin felur í sér einföldun fyrir matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem falla undir frumframleiðslu þannig að veiðileyfi verður ígildi skráningar hjá Matvælastofnun og íþyngjandi krafa um útgáfu starfsleyfis fellur niður.
          Lagt er til að settur verði á fót nýr sjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verðmætasköpun í þróun, vinnslu og markaðssetningu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi (Matvælasjóður).
          Lagt er til að lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins falli úr gildi og verði sjóðurinn lagður niður frá sama tíma.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Frumvarpið hefur hvorki gefið sérstakt tilefni til að meta samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, né aðrar alþjóðlegar skuldbindingar en á grundvelli EES-samningsins.

5. Samráð.
    Frumvarpið var samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Við undirbúning frumvarpsins var samráð haft við Matvælastofnun, heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Frumvarpið með greinargerð var birt í samráðsgátt stjórnvalda 26. ágúst 2019 og var veittur frestur til að koma umsögnum á framfæri til 9. september 2019. Engar umsagnir bárust.

6. Mat á áhrifum.
    Frumvarpið felur í sér efnisbreytingar á gildandi rétti. Skipta má kostnaðaráhrifum í tvo hluta:
     1.      Með reglugerð (ESB) 2017/625 er kveðið á um að settur verði á laggirnar nýr gagnagrunnur Evrópusambandsins (Information management system for official control eða IMSOC) sem mun m.a. halda utan um niðurstöður opinbers eftirlits og greininga á sýnum, innflutningsvottorð, landamærastöðvar og tilkynningakerfi. Slíkt er talið stuðla að betri yfirsýn yfir hollustu matvæla og þar með matvælaöryggi sem og að tryggja upplýsingaskipti á milli ríkja innan EES. Til þess að gera Íslandi kleift að skila upplýsingum í framangreindan gagnagrunn er nauðsynlegt að komið verði á fót gagnaskilagrunni en tilgangur hans er að efla greiningarvinnu, forgangsröðun og skipulag með opinberu eftirliti sem og að miðla slíkum gögnum og upplýsingum frá opinberum eftirlitsaðilum, rannsóknarstofum o.fl. til Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna vinnu í tengslum við slíkan gagnaskilagrunn verði nokkur en hann hefur verið lauslega áætlaður 30–70 milljónir kr. Kostnaði verður ráðstafað innan núgildandi útgjaldaramma málefnasviðs 12.
     2.      Lagt er til að settur verði á fót nýr sjóður, Matvælasjóður, við sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóðsins í sjávarútvegi. Sjóðirnir tilheyra báðir málefnasviði 7. Matvælasjóður kemur til með að heyra undir sama málefnasvið og er því ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á útgjaldaramma málefnasviðsins.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verða fjárhagsáhrif á ríkissjóð engin þar sem gert er ráð fyrir að kostnaði verði ráðstafað innan útgjaldaramma málefnasviða 7 og 12.

6.1. Innleiðing reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Með reglugerð (ESB) 2017/625 er opinbert eftirlit með allri matvælakeðjunni samræmt og einfaldað. Reglugerðin leysir af hólmi núgildandi reglugerðir um opinbert eftirlit með mismunandi málaflokkum og er með henni sett ein heildstæð löggjöf sem hefur að geyma reglur um opinbert eftirlit með allri matvælakeðjunni í stað margra reglugerða. Reglugerðin einfaldar þannig regluverkið og tryggir samræmingu eftirlits til hagsbóta fyrir eftirlitsaðila, matvælafyrirtæki og neytendur.
    Með innleiðingu reglugerðar (ESB) 2017/625 er lögð áhersla á að samræma opinbert eftirlit og tryggja gagnsæi. Reglugerðin er talin skapa aukið samræmi á milli málaflokka auk einfaldara og sterkara eftirlits með það að leiðarljósi að tryggja öryggi matvælakeðjunnar í heild sinni. Með vísan til þess felur innleiðing reglugerðarinnar í sér ávinning fyrir neytendur í formi bætts matvælaöryggis. Jafnframt felur innleiðingin í sér aukið aðhald með opinberum eftirlitsaðilum og matvælafyrirtækjum.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir nokkrum kostnaði vegna innleiðingarinnar sem lauslega hefur verið áætlaður 30–70 milljónir kr. en þeim kostnaði verður ráðstafað innan útgjaldaramma málefnasviðs 12.

6.2. Brottfall laga um sjávarafurðir og laga um slátrun og sláturafurðir.
    Brottfall lagabálkanna hefur lítilsháttar efnislegar breytingar í för með sér, þar sem ákvæðum sem eiga sérstaklega við varðandi slátrun og sláturafurðir sem og sjávarafurðir verður komið fyrir lítillega breyttum í lögum um matvæli. Breytingunni er ætlað sameina öll lagaákvæði sem gilda um matvælavinnslu í ein lög sem er bæði til einföldunar fyrir matvælafyrirtæki og neytendur. Jafnframt næst með framangreindu samræmi í hugtakanotkun óháð starfsemi matvælafyrirtækja. Þannig verða sem dæmi felld brott hugtökin „sláturleyfi“ fyrir sláturhús og „vinnsluleyfi“ í sjávarútvegi og notast verður við hugtakið „starfsleyfi“ skv. 9. gr. laga um matvæli fyrir öll matvælafyrirtæki.

6.3. Stofnun Matvælasjóðs.
    Með frumvarpinu er lagt til að settur verði á fót nýr sjóður, Matvælasjóður, til að styrkja verðmætasköpun í þróun, vinnslu og markaðssetningu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Jafnframt verði AVS-rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs sem og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagðir niður.
    AVS-rannsóknasjóður starfar samkvæmt reglum um AVS-rannsóknasjóð til að auka verðmæti sjávarfangs, nr. 1131/2013. Verðmætisaukning og styrkt samkeppnishæfni íslensks sjávarfangs er mikilvægasti þátturinn við mat á umsóknum um stuðning úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til hagnýtra verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Byggðastofnun hefur með höndum umsýslu sjóðsins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir styrki til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstri á bújörðum. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, annars vegar deild rannsókna- og þróunarverkefna og hins vegar deild nýsköpunar og eflingar atvinnu á bújörðum. Auk þess hefur hann nokkur sérstök verkefni með höndum fyrir Bændasamtök Íslands, þar með talið úthlutun styrkja til þróunarverkefna í sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju samkvæmt búvörusamningum og reglugerð um almennan stuðning við landbúnað. Sjóðurinn er staðsettur á Hvanneyri í Borgarfirði.
    Unnið er að mótun matvælastefnu fyrir Ísland sem er til merkis um áherslu stjórnvalda á að efla matvælaframleiðslu hér á landi og laða fram nýja sprota. Mikil gerjun er í nýsköpun meðal matvælafyrirtækja og mörg dæmi eru um árangursríkt þverfaglegt samstarf þeirra á milli. Vel skipulagður nýsköpunar- og þróunarsjóður með áherslu á verðmætasköpun í þróun og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi styður við þetta og stuðlar að bættri nýtingu fjármagns til framþróunar á þessu sviði. Veittur stuðningur getur til að mynda ýtt undir samstarf rannsóknaaðila við fyrirtæki sem getur skapað ný verðmæti. Á það hefur verið bent að smæð einstakra fyrirtækja í landbúnaði geti takmarkað getu greinarinnar til að takast á við áskoranir. Í sjávarútvegi eru fyrirtæki oft stærri í sniðum. Því þarf að gæta þess sérstaklega við stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð að landbúnaður fá tilhlýðilega hlutdeild í stuðningi þannig að hlutfallsleg skipting fjármagns til þessara atvinnugreina verði með sambærilegum hætti og nú er. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn setji sér stefnu til nokkurs árafjölda í senn þar sem til þessa verði horft. Þegar er hafinn undirbúningur að stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð í samráði við Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Sú vinna mun hún nýtast þeirri stjórn sem skipuð verður fyrir sjóðinn, verði frumvarp þetta að lögum, en gert er ráð fyrir því að sjóðurinn njóti fyrst framlaga af fjárlögum árið 2021.
    Nokkur samlegðaráhrif í rekstri hljótast af sameiningu þessara sjóða. AVS-rannsóknasjóðurinn nýtur 216,0 millj. kr. framlags úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum 2019 en þar af hafa sértekjur samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða numið um 20 millj. kr. á ári síðastliðin ár. Framleiðnisjóður landbúnaðarins er með 134,2 millj. kr. framlag úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum 2019 og hefur því til viðbótar vaxtatekjur (um 8,5 millj. kr. á árinu 2019). Þá hefur Framleiðnisjóður úr nokkru eigin fé að ráða. Rekstrarkostnaður hvors sjóðs um sig er um 20 millj. kr. á ári en að því frágreindu má gera ráð fyrir að sameiginlegt olnbogarými til stuðnings nemi um 310–320 milljónum króna af þessum framlögum. Þá er einnig horft til þess að kanna hvort auka megi fjármagn til hins nýja sjóðs auk þess að sparnaður muni hljótast af sameiningu í rekstri sem nýtist til verkefna.

Um einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagðar eru til breytingar til að samræma orðanotkun í fjölmörgum ákvæðum laga um matvæli, nr. 93/1995.

Um 2. gr.


    Lagt er til að orðskýringarákvæði laganna verði raðað í stafrófsröð og til einföldunar að ákvæðið verði sett upp í töluliði.
    Jafnframt er lagt til að gerð verði breyting á skilgreiningu 3. málsliðar 4. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, þannig að í stað þess að skilgreina hugtakið efni og hlutir verði hugtakið matvælasnertiefni skilgreint en það hefur sömu þýðingu og framangreint hugtak. Breytingin er gerð að beiðni Matvælastofnunar þar sem um nokkurt skeið hafi verið notast við hugtakið matvælasnertiefni í stað hugtaksins efni og hlutir sem geta komist í snertingu við matvæli. Reglugerðarákvæði sem m.a. eru sett með stoð í lögum um matvæli, nr. 93/1995, þar sem vísað er til efna og hluta sem geta komist í snertingu við matvæli, skal lesa með hliðsjón af þessu, þ.e. þannig að með efni og hlutum sem geta komist í snertingu við matvæli sé átt við matvælasnertiefni.
    Þá lagt til að hugtakið áhættuflokkun verði skilgreint en það hefur fram til þessa hefur ekki verið skilgreint sérstaklega í lögum um matvæli. Ákvæðið er sett að beiðni Matvælastofnunar í því skyni að gera skýrari greinarmun í lögunum á skilgreiningu áhættuflokkunar og áhættugreiningar, sbr. ákvæði 8. gr. frumvarpsins.
    Auk þess verði með greininni hugtakið rekstraraðili skilgreint jafnframt því sem kveðið verði á um að stjórnandi matvælafyrirtækis teljist rekstraraðili þess. Skilgreining á stjórnanda matvælafyrirtækis er óbreytt en lagt er til að skilgreining á hugtakinu rekstraraðili verði bætt við lögin til þess að tryggja samræmi við skilgreiningar reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Einnig er lagt til að bætt verði við lög um matvæli, nr. 93/1995 skilgreining hugtökunum kjötmatsmaður og opinber dýralæknir.
    Þá er lagt til að við lög um matvæli verði bætt skilgreiningu á hugtakinu önnur opinber starfsemi í samræmi við skilgreiningu reglugerðar (ESB) 2017/625 þar sem bæði er kveðið á um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem ekki telst til opinbers eftirlits. Í lögum um matvæli er einungis vikið að opinberu eftirliti og er því lagt til að bætt verði við ákvæði í lögin þar sem önnur opinber starfsemi er skilgreind en nánar er vikið að heimild opinberra eftirlitsaðila til slíkrar úthlutunar í ákvæði 10. gr. frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að önnur opinber starfsemi verði skilgreind með þeim hætti að um sé að ræða starfsemi sem opinberir eftirlitsaðilar, einstaklingar eða aðrir aðilar inna af hendi, svo sem veiting leyfa eða samþykkis og útgáfa vottorða eða staðfestinga sem ekki teljast opinbert eftirlit.

Um 3. gr.


    Lagt er til að kaflaheiti II. kafla laga um matvæli, nr. 93/1995, verði breytt úr „Skilgreiningar“ í „Orðskýringar“ í því skyni að samræma orðanotkun í lögum.

Um 4. gr.


    Í greininni er lagt til að í ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, verði einnig kveðið á um að matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu, og eru með gilt veiðileyfi samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, þurfi ekki starfsleyfi og þurfi ekki að tilkynna sig sérstaklega til Matvælastofnunar. Um er að ræða fiskiskip sem ekki eru vinnsluskip eða frystiskip heldur stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu samkvæmt skilgreiningu laganna. Breytingin felur í sér einföldun fyrir matvælafyrirtæki sem stunda fiskveiðar sem falla undir frumframleiðslu þannig að veiðileyfi verður ígildi skráningar hjá Matvælastofnun og íþyngjandi krafa um útgáfu starfsleyfis fellur niður. Um er að ræða fiskiskip sem ekki eru vinnsluskip eða frystiskip heldur stunda fiskveiðar sem eingöngu falla undir frumframleiðslu samkvæmt skilgreiningu laganna.

Um 5. gr.


    Lagt er til að bætt verði við kafla um lög um matvæli, nr. 93/1995, um slátrun og sláturafurðir. Um er að ræða nánast efnislega samhljóða ákvæði og ákvæði sem er að finna í lögum um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997, sem lagt er til að falli brott með frumvarpi þessu.
    Á meðal helstu breytinga sem gerðar eru á þeim ákvæðum sem flytjast úr lögum um slátrun og sláturafurðir í lög um matvæli má nefna að með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott sú krafa að heimild til þess að slátra búfé til eigin neyslu sé bundin eigendum lögbýla heldur miðast við eigendur búfjár. Breytingin er gerð þar sem ekki eru talin rök fyrir því að gera greinarmun á eigendum lögbýla sem slátra búfé til eigin neyslu og annarra eigenda búfjár. Þá er breytingin gerð með vísan til dómaframkvæmdar hér á landi.
    Auk þess er í frumvarpinu lagt til að óheimilt sé í öllum tilvikum að koma með sýnilega sjúk dýr í sláturhús til förgunar.

Um 6. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar til samræmingar á orðanotkun í fjölmörgum ákvæðum laga um matvæli, nr. 93/1995.

Um 7. gr.


    Lagt er til að nýtt ákvæði verði sett í lög um matvæli, nr. 93/1995, sem kveður á um að í matvæli til dreifingar hér á landi og í EES-ríkjum megi einungis nota þau aukefni lög og stjórnvaldsreglur leyfa og í því magni sem þar er heimilað. Auk þess segir að í matvæli sem ætluð eru til útflutnings til annars ríkis utan Evrópska efnahagssvæðisins megi einungis nota þau aukefni og í því magni sem leyft er í viðkomandi ríki. Ákvæðið er sett í því skyni að tryggja samkeppnishæfni útflytjenda til þriðju ríkja.
    Sambærilegt ákvæði er að finna í lögum um sjávarafurðir sem lagt er til að fellt verði úr gildi með frumvarpi þessu, sbr. 38. gr.

Um 8. gr.


    Lögð er til breyting á ákvæði 2. mgr. 22. gr. laganna sem kveður á um skyldu ráðherra til þess að úrskurða ef bæði Matvælastofnun og heilbrigðisnefnd hafa eftirlitsskyldur með sama matvælafyrirtæki. Breytingin felur í sér að í slíkum tilvikum skuli ráðherra úrskurða um verkaskiptingu Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga um opinbert eftirlit og leyfisveitingum í stað þess að úrskurða um hvor aðilinn eigi að sinna opinberu eftirliti, sbr. núgildandi ákvæði 2. mgr. 22. gr. laganna. Breytingin er gerð af þeirri ástæðu að í mörgum tilfellum er ákjósanlegt að báðir aðilar fari með opinbert eftirlit, t.d. hjá matvælafyrirtækjum þar sem fram fer opinbert eftirlit með dýrahaldi sem er á hendi Matvælastofnunar sem og opinbert eftirlit með veitingastarfsemi sem er í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga.
    Auk þess er með greininni lagt til að 3.–4. málsl. 6. mgr. 22. gr. laga um matvæli falli brott en efnislega samhljóða ákvæði verði að finna í 7. mgr. 22. gr. laganna. Tilgangur breytinganna er að aðskilja umfjöllun um áhættugreiningu og áhættuflokkun í lögunum með skýrum hætti. Vakin er athygli á því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði áhættumatsnefnd samkvæmt ákvæðinu 3. júlí 2019.

Um 9. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 23. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995. Í ákvæðinu er að finna heimild opinberra aðila til þess að úthluta tilteknum verkefnum við framkvæmd opinbers eftirlits til aðila sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. sem og einstaklinga. Með frumvarpinu er lagt til að opinberum eftirlitsaðilum sé einnig heimilt að tilnefna rannsóknarstofur með faggildingu til þess að framkvæma greiningar og prófanir. Þá kemur fram að ráðherra setji reglugerð sem kveður á um úthlutun aðila og tilnefningu rannsóknarstofa. Hin fyrrnefnda breyting er gerð í því skyni að skýrt sé kveðið á um að rannsóknarstofur, sem úthlutað hefur verið tilteknum verkefnum við framkvæmd opinbers eftirlits, skuli hafa hlotið faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl.

Um 10. gr.


    Í greininni er að finna nýmæli í lögum um matvæli, nr. 93/1995, þar sem opinberum eftirlitsaðilum er veitt heimild til þess að úthluta tilteknum opinberum verkefnum til einstaklings eða aðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi, svo sem veitingu leyfa eða samþykkis og útgáfu opinberra vottorða eða opinberra staðfestinga. Í þessu sambandi má nefna sýnatökur sem ekki teljast hluti af opinberu eftirliti og staðfesting á þeim.
    Í reglugerð verður nánar kveðið á um skilyrði þess að opinberir eftirlitsaðilar úthluti tilteknum opinberum verkefnum sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB). 2017/625.

Um 11. gr.


    Með 11. gr. er m.a. lagt til að nýju ákvæði verði bætt við 24. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, þar sem kveðið er á um að opinbert eftirlit skuli fara fram án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram nema rök séu fyrir hendi um mikilvægi slíkrar tilkynningar áður en opinbert eftirlit er framkvæmt. Auk þess er kveðið á um að ef opinbert eftirlit fer fram að beiðni matvælafyrirtækis hafi opinber eftirlitsaðili heimild til þess að taka ákvörðun um hvort opinbert eftirlit verði framkvæmt að undangenginni tilkynningu eða ekki.
    Samkvæmt ákvæðinu er almenna reglan sú að ekki á að tilkynna um framkvæmd opinbers eftirlits fyrir fram. Þó er heimilt að tilkynna fyrir fram um opinbert eftirlit ef slík tilkynning er nauðsynleg svo unnt sé að inna eftirlitið af hendi og má í því sambandi nefna opinbert eftirlit sem innt er af hendi í sláturhúsum við slátrun, opinbert eftirlit sem útheimtir stöðuga og reglulega viðveru starfsfólks matvælafyrirtækis eða opinbers eftirlitsaðila á athafnasvæði matvælafyrirtækis. Auk þess er heimilt að tilkynna fyrir fram um opinbert eftirlit ef eðli opinbers eftirlits útheimtir tilkynningu fyrir fram, t.d. ef um er að ræða úttektarstarfsemi. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625 en ótilkynnt opinbert eftirlit er talið stuðla að frekari gagnsemi og virkni opinbers eftirlits.
    Í greininni eru einnig lagðar til breytingar á 24. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 þar sem kveðið er á um aðgang og upplýsingar sem stjórnendum matvælafyrirtækja er skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum og aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi. Með breytingunni er vikið að því að skylda til þess að veita óhindraðan aðgang til opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi, á þeim stöðum sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað, takmarkast við þau tilvik þegar nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi. Með því verði skýrlega kveðið á um að slík skylda er ekki takmarkalaus heldur er bundin við nauðsyn við framkvæmd opinbers eftirlits og annarrar opinberrar starfsemi hverju sinni.
    Með breytingunum er skylda stjórnenda matvælafyrirtækja útvíkkuð þannig að ekki sé einungis skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum tiltekinn aðgang heldur einnig aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi en heimild opinberra eftirlitsaðila til þess að úthluta tilteknum verkefnum tengdum annarri opinberri starfsemi er nýmæli í frumvarpi þessu.
    Auk þess felst í breytingunni nánari upptalning á því sem stjórnendum matvælafyrirtækja er skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum og aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi, aðgang að. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 12. gr.


    Lagt er til að kaflaheiti IX. kafla laga um matvæli, nr. 93/1995, verði breytt úr „Matvælaeftirlit“ í „Opinbert eftirlit“. Breytingin er gerð í því skyni að samræma orðanotkun í lögunum, en opinbert eftirlit er skilgreint í 4. gr. laganna, sem og að aðskilja kröfur um opinbert eftirlit frá öðru eftirliti, t.d. innra eftirliti matvælafyrirtækja.

Um 13. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 25. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995. Með breytingunni er í a–c-lið 1. mgr. 25. gr. laganna gert nánari grein fyrir kostnaðarþáttum sem kunna að felast í raunkostnaði eftirlits. Auk þess er með frumvarpinu bætt við fleiri stafliðum til þess að gera nánar grein fyrir slíkum kostnaðarþáttum. Í ákvæðinu er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits með reglugerð. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Þá er lagt til að ákvæði um gjaldskrá fyrir heilbrigðisskoðun í sláturhúsi verði færð úr lögum um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997, yfir í lög um matvæli, nr. 93/1995, sbr. fyrri umfjöllun um einföldun regluverks.

Um 14. gr.


    Í 12. gr. er að finna breytingar á ákvæði 2. mgr. 27. gr. b laga um matvæli, nr. 93/1995, þar sem kveðið er á um skyldu til þess að tilkynna Matvælastofnun fyrir fram um innflutning búfjárafurða, sjávarafurða og lifandi ferskvatns- eða sjávardýra frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Með breytingunum er felld brott tilvísun til þeirra atriða sem geta á í slíkri tilkynningu, þ.e. upplýsingar um magn, tegund, áfangastað og hvenær áætlað er að sending berist. Ekki þykir ástæða til að lögin kveði á um slíkt þar sem upptalning er of takmarkandi. Ákvæði um form og efni tilkynninga við innflutning er að finna á reglugerðum. Nauðsynlegt er að hafa svigrúm til að breyta efni þessara tilkynninga eftir því sem reglugerðir sem gilda um innflutning þróast og því talið rétt að binda efni þeirra ekki í lögum.

Um 15. gr.


    Í greininni er lagt til að bætt verði við XI. kafla laga um matvæli, nr. 93/1995, með þremur nýjum greinum, sem beri heitið Önnur ákvæði.
    Í fyrsta lagi er í greininni kveðið á um skyldu opinberra eftirlitsaðila til þess að framkvæma innri úttektir á sjálfum sér og gera viðeigandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðna úr úttektunum. Auk þess sem kveðið er á um heimild Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til þess að framkvæma úttektir með opinberu eftirliti og annarri opinberri starfsemi á Íslandi. ESA tekur út opinbert eftirlit opinberra eftirlitsaðila sem felur m.a. í sér eftirlit hjá matvælafyrirtækjum í því skyni að sannreyna skilvirkni opinbers eftirlits. Hingað til hefur ekki verið skýrt kveðið á um heimild ESA til þess að sinna framangreindu eftirliti.
    Í öðru lagi er í greininni kveðið á um heimild Matvælastofnunar til þess að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins (IMSOC). Upplýsingakerfinu er m.a. ætlað að halda utan um niðurstöður opinbers eftirlits og greininga á sýnum, innflutningsvottorð, landamærastöðvar og tilkynningakerfi. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Í þriðja lagi er í greininni mælt fyrir um stofnun og starfsemi Matvælasjóðs. Rétt þykir að mæla fyrir um að skipunartími í stjórn verði til þriggja ára, með sama hætti og gildir fyrir Rannsóknarsjóð Rannís.

Um 16. gr.


    Í greininni er að finna nýtt ákvæði í lögum um matvæli þar sem kveðið á um að opinberum eftirlitsaðila sé heimilt að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu. Með ákvæðinu er veitt heimild til eftirlits með vefverslunum með pöntunum svokallaðra „huldusýna“ sem pöntuð eru án vitneskju þess sem býður vöru til sölu. Slík heimild er sett í því skyni að framkvæma opinbert eftirlit með viðskiptum sem fara fram í gegnum netið eða með annars konar fjarsölu og gerir opinberum eftirlitsaðilum kleift að fá sýni með pöntunum undir nafnleynd. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 17. gr.


    Lögð er til ný málsgrein á eftir 3. mgr. 31. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, þar sem fram kemur að við ákvörðun refsinga við brotum gegn lögunum, sem framin eru með sviksamlegum og villandi viðskiptaháttum, sé heimilt að ákvarða sekt út frá efnahagslegum ávinningi matvælafyrirtækis eða sem hlutfall af veltu matvælafyrirtækis. Ákvæðið er staðsett í viðurlagakafla laganna á meðal ákvæða sem lúta að málum sem sæta lögum um meðferð sakamála. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 18. gr.


    Í greininni er bætt við heimild ráðherra í lögum um matvæli til þess að innleiða reglugerð (ESB) 2017/625, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 frá 27. september 2019. Auk þess er felld brott heimild ráðherra til þess að innleiða tilteknar reglugerðir Evrópusambandsins sem nú þegar hafa verið felldar úr gildi.
    Í greininni er einnig felld brott heimild ráðherra í lögum um matvæli, nr. 93/1995, til þess að innleiða tilskipun Evrópuráðsins 89/662/EBE sem hefur verið felld úr gildi.

Um 19. gr.


    Í greininni er lagt til að ákvæði til bráðabirgða í lögum um matvæli verði fellt brott enda er gildistími ákvæðisins liðinn.

Um 20. gr.


    Í greininni er lagt til að gerð verði breyting á 10. tölulið 2. gr. a laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. Með breytingunni verði hugtakið rekstraraðili skilgreint auk þess sem kveðið er á um að stjórnandi matvælafyrirtækis teljist rekstraraðili þess. Skilgreining á stjórnanda matvælafyrirtækis er óbreytt en lagt er til að skilgreining á hugtakinu rekstraraðili verði bætt við lögin til þess að tryggja samræmi við skilgreiningar reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Í greininni er jafnframt lagt til að við 2. gr. a laganna bætist við þrír nýir töluliðir í skilgreiningarákvæði laganna. Lagt er til að hugtakið opinbert eftirlit verði skilgreint, m.a. með hliðsjón af ákvæðum um opinbert eftirlit og hlutverk þess í matvælalöggjöf ESB. Auk þess er lagt til að hugtakið opinber eftirlitsaðili verði skilgreint til þess að einfalda lagatextann. Þá er lagt til að skilgreind verði önnur opinber starfsemi sem er í samræmi við skilgreiningu reglugerðar (ESB) 2017/625. Í reglugerðinni er bæði kveðið á um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem ekki telst til opinbers eftirlits. Í lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru er einungis vikið að opinberu eftirliti og er því lagt til að bætt verði við ákvæði í lögin þar sem önnur opinber starfsemi er skilgreind en nánar er vikið að heimild opinberra eftirlitsaðila til úthlutunar slíkra verkefna í ákvæði 29. gr. frumvarpsins. Lagt er til að önnur opinber starfsemi verði skilgreind með þeim hætti að um sé að ræða verkefni sem opinberir eftirlitsaðilar, einstaklingar eða aðrir aðilar inna af hendi, svo sem veitingu leyfa eða samþykkis og útgáfa vottorða eða staðfestingar sem ekki telst opinbert eftirlit Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 21. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar og samræming á orðanotkun í ákvæðum laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Um 22.–24. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 25. gr.


    Lagt er til nýtt ákvæði í lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru þar sem kveðið verði á um að opinbert eftirlit skuli fara fram án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram nema rök séu fyrir hendi um mikilvægi slíkrar tilkynningar áður en opinbert eftirlit er framkvæmt. Auk þess er kveðið á um að ef opinbert eftirlit fari fram að beiðni matvælafyrirtækis hafi opinber eftirlitsaðili heimild til þess að taka ákvörðun um hvort opinbert eftirlit verði framkvæmt að undangenginni tilkynningu eða ekki.
    Samkvæmt ákvæðinu verður almenna reglan sú að ekki eigi að tilkynna um framkvæmd opinbers eftirlits fyrir fram. Þó er heimilt að tilkynna fyrir fram um opinbert eftirlit ef slík tilkynning er nauðsynleg svo unnt sé að inna eftirlitið af hendi og má í því sambandi nefna opinbert eftirlit sem útheimtir stöðuga og reglulega viðveru starfsfólks fóður-, áburðar eða sáðvörufyrirtækis eða opinbers eftirlitsaðila á athafnasvæði fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækis. Auk þess er heimilt að tilkynna fyrir fram um opinbert eftirlit ef eðli opinbers eftirlits útheimtir tilkynningu fyrir fram, t.d. ef um er að ræða úttektarstarfsemi. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625 en ótilkynnt opinbert eftirlit er talið stuðla að frekari gagnsemi og virkni opinbers eftirlits.
    Auk þess er með greininni lagt til að kveðið verði á um skyldu opinberra eftirlitsaðila til þess að framkvæma innri úttektir á sjálfum sér og gera viðeigandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðna úr úttektunum. Auk þess sem lögð er til heimild Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til þess að framkvæma úttektir með opinberu eftirliti og annarri opinberri starfsemi á Íslandi. ESA tekur út opinbert eftirlit sem opinberir eftirlitsaðilar framkvæma sem felur m.a. í sér eftirlit hjá fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækjum í því skyni að sannreyna skilvirkni opinbers eftirlits. Hingað til hefur ekki með skýrum hætti verið kveðið á um heimild ESA til þess að sinna framangreindu eftirliti.
    Þá er lögð til heimild Matvælastofnunar til þess að skila niðurstöðum opinbers eftirlits og ársskýrslum inn í upplýsingakerfi Evrópusambandsins (IMSOC). Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 26. gr.


    Í greininni er bætt heimild ráðherra til þess að innleiða reglugerð (ESB) 2017/625. Auk þess er felld brott heimild ráðherra til þess að innleiða tiltekna reglugerð Evrópusambandsins sem nú þegar hefur verið felld úr gildi.

Um 27. og 28. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 29. gr.


    Í greininni er lögð til heimild opinberra aðila til þess að úthluta tilteknum verkefnum við framkvæmd opinbers eftirlits til aðila sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006, og einstaklinga. Með frumvarpinu er lagt til að opinberum eftirlitsaðilum sé einnig heimilt að tilnefna rannsóknastofur með faggildingu til að framkvæma greiningar og prófanir. Breytingin er gerð í því skyni að skýrt sé kveðið á um að rannsóknarstofur, sem úthlutað hefur verið tilteknum verkefnum við framkvæmd opinbers eftirlits, skuli hafa hlotið faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. Þá kemur fram í greininni að ráðherra setji reglugerð sem kveður á um úthlutun aðila og tilnefningu rannsóknarstofa.
    Aðrar breytingar eru til þess fallnar að samræma orðanotkun í lögunum.

Um 30. gr.


    Í greininni er að finna nýmæli í lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru þar sem lagt er til að opinberum eftirlitsaðilum verði veitt heimild til þess að úthluta tilteknum opinberum verkefnum til einstaklings eða aðila þegar um er að ræða verkefni sem tengjast annarri opinberri starfsemi, svo sem veiting leyfa eða samþykkis og útgáfa opinberra vottorða eða opinberra staðfestinga. Í þessu sambandi má nefna sýnatökur sem ekki teljast hluti af opinberu eftirliti og staðfesting á þeim. Í reglugerð verður nánar kveðið á um skilyrði þess að opinberir eftirlitsaðilar úthluti tilteknum opinberum verkefnum sem tengjast annarri opinberri starfsemi. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 31. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar og samræming á orðanotkun í ákvæðum laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Um 32. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 8. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. Með breytingunni er í a–c-lið 1. mgr. 8. gr. laganna gert nánar grein fyrir þeim kostnaðarþáttum sem kunna að felast í raunkostnaði eftirlits. Auk þess er með frumvarpinu bætt við fleiri stafliðum til þess að gera nánar grein fyrir slíkum kostnaðarþáttum. Í ákvæðinu er lagt til að ráðherra sé heimilt að setja reglur um kostnað og útreikning raunkostnaðar vegna opinbers eftirlits með reglugerð. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.

Um 33. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 34. gr.


    Lagðar eru til breytingar á 1. mgr. 9. gr. b laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, þar sem kveðið er á um aðgang og upplýsingar sem skylt er að veita opinberum eftirlitsaðilum og aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi. Með breytingunni er vikið að því að skylda til þess að veita óhindraðan aðgang til opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi, á þeim stöðum sem framleiðsla eða dreifing fóðurs, áburðar eða sáðvöru á sér stað, takmarkast við þau tilvik þegar nauðsynlegt er vegna framkvæmdar opinbers eftirlits eða annarrar opinberrar starfsemi
    Með breytingunum er skylda stjórnenda matvælafyrirtækja útvíkkuð þannig að ekki sé einungis skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum tiltekinn aðgang heldur einnig aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi en heimild opinberra eftirlitsaðila til þess að úthluta tilteknum verkefnum tengdum annarri opinberri starfsemi er nýmæli í frumvarpi þessu.
    Auk þess felst í breytingunni nánari upptalning á því sem stjórnendum matvælafyrirtækja verður skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum og aðilum sem sinna annarri opinberri starfsemi, aðgang að. Ákvæðið er í heild sinni sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Í greininni er að finna tillögu að nýju ákvæði í lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru þar sem kveðið á um að opinberum eftirlitsaðila sé heimilt að taka sýni úr vöru sem boðin er til sölu á fjarsamskiptamiðlum án þess að tilkynnt sé um sýnatökuna fyrr en opinber eftirlitsaðili er kominn með sýnin í sína vörslu. Með ákvæðinu er veitt heimild til eftirlits með vefverslunum með pöntunum svokallaðra „huldusýna“ sem pöntuð eru án vitneskju þess sem býður vöru til sölu. Slík heimild er sett í því skyni að framkvæma opinbert eftirlit með viðskiptum sem fara fram í gegnum netið eða með annars konar fjarsölu og gerir opinberum eftirlitsaðilum kleift að fá sýni með pöntunum undir nafnleynd. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625.
    Önnur breyting er til þess fallin að samræma orðanotkun í lögunum.

Um 35. gr.


    Með ákvæði 35. gr. er lagt til að tveimur nýjum málsgreinum verði bætt við 9. gr. g laga um matvæli, nr. 22/1994, þar sem annars vegar kemur fram, í þeirri fyrr, að við ákvörðun refsinga við brotum matvælafyrirtækis gegn lögunum, sem framin eru með sviksamlegum og villandi viðskiptaháttum, sé heimilt að ákvarða sekt út frá efnahagslegum ávinningi matvælafyrirtækis eða sem hlutfall af veltu matvælafyrirtækis. Ákvæðið er sett til samræmis við ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/625. Hins vegar er lögð til ný málsgrein þar sem kveðið er á um að mál vegna brota samkvæmt hinni nýju málsgrein skuli sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

Um 36. og 37. gr.


    Lagt er til að minni háttar breyting verði gerð á búnaðarlögum til samræmis við þær breytingar sem leiða af stofnum Matvælasjóðs.

Um 38. gr.


    Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 14. desember 2019. Þann dag tekur reglugerð (ESB) 2017/625 gildi í Evrópusambandinu og er mikilvægt að hún taki gildi í EFTA-ríkjunum á sama tíma. Verði reglugerðin ekki innleidd í íslenskan rétt fyrir 14. desember 2019 mun það leiða til þess að bæði innflutningur til Íslands sem og útflutningur frá landinu mun raskast og jafnvel stöðvast þar sem matvælaeftirlit Íslands verður ekki lengur viðurkennt.
    Með greininni er lagt til að lög um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997, og lög um sjávarafurðir, nr. 55/1998, verði felld brott í heild sinni. Samkvæmt ákvæðum beggja lagabálka gilda lög um matvæli og reglugerðir sem settar eru með heimild í þeim lögum um bæði slátrun og sláturafurðir sem og sjávarafurðir. Talið er að slík geti leitt til réttaróvissu ef til þess kæmi að misræmi myndist á milli annars vegar laga um matvæli og hins vegar laga um slátrun og sláturafurðir sem og laga um sjávarafurðir. Auk framangreinds má nú þegar finna stóran hluta ákvæða framangreindra tveggja lagabálka í lögum um matvæli. Í þeim örfáu tilvikum sem ekki er að finna sambærileg ákvæði í lögum um matvæli hafa ákvæðin nánast efnislega samhljóða verið felld inn í lög um matvæli.
    Það fyrirkomulag að nokkrir lagabálkar gildi um framleiðslu matvæla á sér sögulegar skýringar og má rekja til þess tíma þegar stjórnsýslu matvælamála var að finna hjá þremur mismunandi ráðuneytum. Framkvæmd laganna var sinnt af undirstofnunum þeirra og var ábyrgðarsvið stofnana í samræmi við verkaskiptingu á milli ráðuneytanna. Landbúnaðarráðuneytið fór með umsjón laga um slátrun og sláturafurðir (lög um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu og heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum), sjávarútvegsráðuneytið með umsjón laga um sjávarafurðir (lög um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða) og umhverfisráðuneytið með umsjón með lögum um matvæli. Þetta fyrirkomulag var talið fela í sér flókna og ómarkvissa stjórnsýslu. Auk þess sem breytingar á regluverki Evrópusambandsins á sínum tíma, þar sem matvælalöggjöf var samræmd og settar voru grunnreglur um hollustu matvæla óháð því hvort um væri að ræða framleiðslu á kjöti, fiski, matjurtum eða unnum matvælum, leiddu til þess að stjórnsýsla með matvælamálum var sameinuð undir einu ráðuneyti.
    Með lögum, um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands, nr. 167/2007, var stjórnsýslulegt forræði og ábyrgð matvælamála, sem þá heyrði undir umhverfisráðuneytið, flutt á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Samhliða því var matvælaeftirlit á höndum ríkisins sameinað þegar Matvælastofnun tók til starfa og tók við því matvælaeftirliti sem áður hafði verið hjá Fiskistofu og Umhverfisstofnun.
    Í kjölfar endurskoðunar á undanþágu Íslands frá I. kafla í viðauka I við EES-samninginn og upptöku löggjafar ESB um matvæli og fóður í EES-samninginn voru gerðar umfangsmiklar breytingar á fyrrnefndum lögum, sbr. lög nr. 143/2009, um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, er varða hollustuhætti og eftirlit með matvælafyrirtækjum. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið upp hina samræmdu hollustuhátta- og eftirlitslöggjöf Evrópusambandsins var ekki stigið það skref að sameina þá þrjá lagabálka sem gildu um matvælavinnslu, þ.e. sláturafurðir, fiskafurðir og önnur matvæli. Hins vegar var sett inn ákvæði í lög um slátrun og sláturafurðir og lög um sjávarafurðir að lög um matvæli giltu um þessar afurðir og sama ætti við um reglugerðir sem settar væru með heimild í þeim lögum.
    Með frumvarpinu er nú endanlega stigið það skref að setja lagareglur um matvælaframleiðslu í ein heildarlög og fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem gilda um hollustuhætti og eftirlit með matvælafyrirtækjum í matvælalöggjöf ESB.
    Með greininni er lagt til að lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, verði felld niður samtímis því að tekjum sjóðsins af fjárlögum verði varið til hins nýja Matvælasjóðs skv. c-lið 15. gr. frumvarpsins. Rétt þykir að taka fram að nýr Matvælasjóður taki við skuldbindingum Framleiðnisjóðs, en með því er átt við frágang verkefna o.fl. Ekki er ástæða til að geta sérstaklega um AVS-rannsóknasjóðinn í greininni þar sem ekki þarf lagabreytingu til breytinga á starfsemi hans.
    Rétt er að geta þess að um starfsemi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, þar með talið framlög til hans á fjárlögum, er fjallað í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins sem gildir til ársloka 2026. Þar er jafnframt mælt fyrir um að samningsaðilar muni beita sér fyrir endurskoðun laga um sjóðinn og áherslna hans á samningstímanum. Viðræður hafa verið við samtök bænda á þessum grundvelli en raunar er jafnframt gert ráð fyrir víðtækari endurskoðun á samningnum árið 2019.